Ýsa í fati


Árstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Nei - Slög: 3288

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Ýsa í fati.

¾ kíló ýsa
4 púrrlaukar fínt skornir
1 fennikelrót
Salt og pipar
Sítrónusafi
1 desilíter grænmetiskraftur eða vatn
2 matskeiðar hökkuð steinselja
Sýrður rjómi

Í stað ýsu er hægt að nota annan fisk. Hægt er að nota grænar baunir og niðurskorinn lauk í stað púrrlauks.


Aðferð fyrir Ýsa í fati:

Skerið fiskinn í bita. Setjið púrrlaukinn í eldfast mót. Skerið fennikelrótina í tvennt og fjarlægið kjarnan, skerið hana svo í sneiðar. Setjið hana í mótið með púrrlauknum. Leggjið fiskinn ofaná, hellið sítrónusafa á fiskinn og stráið salti og pipar yfir. Bætið grænmetiskrafti eða vatni í mótið og setjið álpappír yfir. Bakið við 200 gráður í 25 mínútur. Stráið steinselju yfir og berið fram með sýrðum rjóma eða sósu eftir eigin vali.

þessari uppskrift að Ýsa í fati er bætt við af Sylvíu Rós þann 24.10.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 36 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Ýsa í fati
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Fiskiuppskriftir  >  Ýsa  >  Ýsa í fati