Wokstrimlar med chili


Árstíð: Allt árið - Fyrir: 2 - Fitusnautt: Já - Slög: 3542

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Wokstrimlar med chili.

200-250 grömm wokstrimlar
Salt og pipar
½ matskeið olía
1 laukur, etv. rauðlaukur, saxaður
6 vorlaukar, í sneiðum
Ferskur engifer, skrældur og rifinn
¼-1/2 rauður chili, skorinn smátt
½-1 teskeið gult karrýpasta eða 1 ½ teskeið karrý
2 desilítrar kókosmjólk
1 matskeið sojasósa
Ferskur kóríander

Meðlæti: hrísgrjón og sojasósa

Aðferð fyrir Wokstrimlar med chili:

Sjóðið hrísgrjónin.
Þerrið kjötið með pappír og kryddið með salti og pipar. Hitið olíuna í woki eða á stórri pönnu, við háan hita. Steikið kjötið á öllum hliðum í cirka 1 ½ mínútu. Setjið það á disk.
Ristið laukinn og vorlaukinn í cirka 1 mínútu. Setjið 1 matskeið af rifnum engifer á og bætið við chili. Kryddið með karrý. Hrærið þetta allt saman og bætið við kókosmjólk.
Lækkið undir pönnunni og látið þetta malla í 4-5 mínútur. Setjið kjötið aftur á pönnuna. Smakkið til með sojasósu og skreytið með kóríander. Berið fram með hrísgrjónunum.


þessari uppskrift að Wokstrimlar med chili er bætt við af Sylvíu Rós þann 10.09.08.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Wokstrimlar med chili
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Austrænn matur  >  Wokstrimlar med chili