VínarbrauðÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 7453 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Vínarbrauð. 4 stórir bollar hveiti eða heilhveiti 1 1/2 bolli sykur 500 grömm smjörlíki 1/2 teskeið hjartasalt 2 egg Vanilludropar Mjólk Sulta eða ávaxtamauk Aðferð fyrir Vínarbrauð: Hveiti sykur, smjör og egg hnoðað vel saman. Vætt í með mjólk ef þess þarf. Deigið flatt út og skorið í breiðar lengjur. Sulta eða ávaxtamauk smurt á miðjuna og brúnirnar brotnar yfir, þó ekki alla leið inn á miðju. Lagt á bökunarplötu. Bakað við 200 gráður þar til vínarbrauðið verður hæfilega brúnt. Lengjurnar eru svo skornar í bita um leið og þær eru teknar úr ofninum. Það getur verið gott að smyrja glassúr á kantana, jafnvel bæði súkkulaðiglassúr og bleikum glassúr, þ.e á sitthvor kantinn. þessari uppskrift að Vínarbrauð er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 22.01.08. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|