Vatnsdeigsbollur (eftirettur)Árstíð: Allt árið - Fyrir: 12 - Fitusnautt: Nei - Slög: 4765 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Vatnsdeigsbollur (eftirettur). 12 vatnsdeigsbollur 3 Mars súkkulaði, fínsöxuð (auðvelt að saxa ef það er frosið) 10-14 rommkúlur (má sleppa) 10 söxuð fersk jarðaber 1/2 líter ekta súkkulaðirjómaís Aðferð fyrir Vatnsdeigsbollur (eftirettur): Látið ísinn verða svoítið mjúkan áður en hafist er handa. Ísnum er blandað saman við Mars súkkulaðið. Setjið síðan rommkúlurnar út í og kremjið þær. Hrærið örlítið saman. Þá er ekkert annað eftir en að skera vatnsdeigsbollurnar í tvennt, seta ísinn í þær og skella þeim í frysti í dágóðan tíma. Takið þær svo úr frysti 15 mínútum fyrir notkun og bræðið yfir þær súkkulaði. Berið fram með heilum jarðaberjum. Hægt er að sleppa rommkúlunum ef rétturinn er borinn fram fyrir börn. þessari uppskrift að Vatnsdeigsbollur (eftirettur) er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 26.08.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|