Vanilluís með rabbabaragrautÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 3421 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Vanilluís með rabbabaragraut. 500 grömm ósnyrtur rabbabari 150 grömm strásykur 2 matskeiðar vanilludropar Vanilluís Aðferð fyrir Vanilluís með rabbabaragraut: Snyrtið rabbabaran og skerið cirka í 5 mm sneiðar. Setjið rabbabaran, strásykur og vanilludropa í pott og hrærið þar til suðan kemur upp. Látið lok á pottinn, en hann á þó bara að vera hálflokaður. Látið þetta krauma í 3 mínútur, setjið þá lokið alveg á og látið þetta sjóða í 2 mínútur. Rabbabarinn á að vera mjúkur og farinn að leysast upp í bleiku sírópinu. Hellið þessu í könnu og látið kólna. Hellið þessu svo yfir ísinn og berið fram. þessari uppskrift að Vanilluís með rabbabaragraut er bætt við af Sylvíu Rós þann 03.06.10. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|