TzatzikiÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 3719 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Tzatziki. 1 stór gúrka 1 teskeið salt 4 decilítrar jógúrt 1/2 desilíter sýrður rjómi 3 hvítlauksgeirar 1 1/2 teskeið sítrónusaft 2 matskeiðar olífuolía Evt. 1 teskeið þurrkuð minta Aðferð fyrir Tzatziki: Skrælið gúrkuna og rífið hana með rifjárni. Setjið hana í skál og saltið. Hyljið með plastfilmu og leggjið fat yfir. Geymið í kæli í cirka 10 mínútur. Blandið jógúrti og sýrðum rjóma saman. Hellið blöndunni í kaffifilter, í sigti. Látið drjúpa úr í cirka 2 tíma eða þarf til blandan er orðin dálítið þykk. Skafið blönduna úr filternum og setjið í skál. Kryddið með pressuðum hvítlauk, sítrónusafti, ólífuolíu og jafnvel örlítilli mintu. Setjið gúrkuna í sigti og látið drjúpa af henni, blandið henni svo útí jógúrtsósuna. Kryddið meira eftir smekk og geymið í ísskáp í að minnsta kosti 2 tíma. Hægt er að bera þetta fram með: Olífum, radísu, gulrótum eða grófu brauði. Mælt er með að drekka grískt rauðvín, hvítvín eða grískan bjór með. Það er einnig hægt að borða tzatziki með grillspjótum, steiktum kjúklin, kjöti eða sem sósu í hamborgara. þessari uppskrift að Tzatziki er bætt við af Sylvíu Rós þann 16.08.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|