Þorskur í karrýÁrstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Nei - Slög: 9079 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Þorskur í karrý. 4 desilítrar hrísgrjón 400 gröm þorskflök 1 teskeið salt Smá steinselja karrýsósa: 3 matskeiðar hveiti 2 matskeiðar smjör eða smjörlíki 4 desilítrar mjólk 1/2 fiski eða kjúklingakraftur Aðferð fyrir Þorskur í karrý: Skerið fiskiflökin í bita og saltið. Setjið karrý og smjör í pott og léttsteikið karrýið. Setjið fiski/kjúklingakraftinn í og hellið helmingnum af mjólkinni í pottinn. Látið koma upp suðu og hrærið. Setjið hveitið útí og afganginn af mjólkinni, þeytið. Sjóðið hrísgrjónin og setjið þau í eldfast mót, í kantinn allan hringinn. Setjið fiskinn í miðjun og karrýsósuna yfir, Eldið í miðjum ofni í 20 mínútur við 225 gráður. Skreytið með steinselju. þessari uppskrift að Þorskur í karrý er bætt við af Sylvíu Rós þann 17.08.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|