Þorskflök


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 7332

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Þorskflök.

600 gröm þorskflök
4 stilkar blaðsellerí
2 gulrætur
15 gröm smjör
1/2 teskeið karrý
100 gröm rjómaostur (smurostur)
1 kúrbítur
Salt og pipar
Olía
Hrísgrjón eða litlar kartöflur með steinselju


Aðferð fyrir Þorskflök:

Hreinsið þorskflökin og setjið í eldfast mót. Stráið salti og pipar yfir. Skerið blaðselleríið í mjög þunnar skífur, rífið gulræturnar. Bræðið smjörið í potti og blandið karrýinu útí. Steikið grænmetið í karrýsmjörinu í cirka 5 mínútur. Hellið rjómaostinu í pottinn og blandið allt saman. Smyrjið blönduna á fiskinn. Skerið kúrbítinn í þunnar sneiðar og leggjið þær í fallegt lag á fiskinn, þannig að sneiðarnar eru sem lok. Penslið með olíu og stráið salti yfir,

Eldið í miðjum ofni við 200 gráður í 20-30 mínútur, eða þar til fiskurinn er hvítur í gegn.

þessari uppskrift að Þorskflök er bætt við af Sylvíu Rós þann 17.08.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 36 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Þorskflök
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Fiskiuppskriftir  >  Þorskur  >  Þorskflök