Tígrisrækjur


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 4841

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Tígrisrækjur.

800 gröm tígrisrækjur með skel
2-3 matskeiðar smjör
1-2 matskeiðar kalt mjör
2 skartollulaukar
2-3 paprikkur í mismunandi litum
1 fiskiteningur
5 cl. koníak
150 gröm sveppir
1 matskeið tómatpúrra
3 desilítrar sýrður rjómi
1 tómatur
1 búnt steinselja
1-2 matskeiðar þurr vermouth
Cayennepipar
Salt

Aðferð fyrir Tígrisrækjur:

Byrjið á því að pilla rækjurnar, skera laukinn, steinseljuna fínt, sveppina í sneiðar og paprikkurnar í teninga. Hitið pönnu, bræðið 2-3 matskeiðar af smjöri og steikið laukinn og paprikkurnar, brjótið teninginn útí.

Hækkið hitan undir pönnunni og setjið rækjurna á, steikið í nokkrar sekúndur. Hellið vermouth á pönnuna, og kveikið í, slökkvið í með að setja lok á pönnuna, PASSIÐ ykkur á eldinum. Bætið sveppum og tómatpúrru á pönnuna. Skerið tómatinn og veltið honum uppúr steinselju, hitið svo í cirka 30 sekúndur. Rækjurnar meiga alls ekki sjóða of lengi því þær eiga það til að verða þurrar. Hrærið sýrðum rjóma útí.

Smakkið til með koníaki, cayennepipar og smá salti. Hitið réttinn aftur og bætið kalda smjörinu útí.

þessari uppskrift að Tígrisrækjur er bætt við af Sylvíu Rós þann 17.08.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 36 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Tígrisrækjur
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Fiskiuppskriftir  >  Rækjur  >  Tígrisrækjur