Thailensk súpaÁrstíð: Allt árið - Fyrir: 6 - Fitusnautt: Nei - Slög: 4705 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Thailensk súpa. 750 gröm grasker sem búið er að skræla 2 niðurskornir laukar 1/2 líter kjúklingakraftur 1/2 líter kókosmjólk 1 matskeið grænmetisolía 1 1/2 matskeið rautt karrýmauk Aðferð fyrir Thailensk súpa: Skerið graskerið í bita. Hitið olíuna í stórum potti og bætið karrýmaukinu útí. Brúnið laukinn í 4 mínútur. Bætið því næst graskeri, kjúklingakrafti og kókosmjólk í pottinn og látið sjóða. Látið þetta malla í 15-20 mínútur, eða þar til graskerið er mjúkt í gegn. Látið þetta þó ekki sjóða of lengi. Blandið helminginn af súpunni með blandara og hellið henni svo aftur í pottinn. Hitið upp og berið fram. þessari uppskrift að Thailensk súpa er bætt við af Sylvíu Rós þann 12.08.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|