Tandoori-kjúklingur


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 5963

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Tandoori-kjúklingur.

3-4 kjúklingabringur án skinns

Marinering:
1 teskeið rifinn engifer
2 teskeiðar maukaður hvítlaukur
Safi úr 1 sítrónu
5-6 matskeiðar Tandoori krydd

Grænmeti:
1 blaðlaukur
1 paprika
2 rauðlaukar
2 gulrætur
1 dós water chestnuts, í sneiðum

Sósa:
2 matskeiðar hnetusmjör
2 matskeiðar hunang
5 matskeiðar kókosmjöl

Aðferð fyrir Tandoori-kjúklingur:

Blandið öllum hráefnunum í marineringuna saman. Skerið kjúklinginn í bita og látið hann liggja í leginum, í cirka 6 tíma.
Skerið grænmetið og steikið það á pönnu. Setjið water chestnut út í. Leggjið það til hliðar.
Hitið hentusmjör og hunang saman. Veltið grænmetinu og kjötinu upp úr blöndunni ásamt helmingum af kókosmjölinu. Færið þetta yfir á fat og stráið afganginum af kókosmjölinu yfir. Berið fram með salati og hrísgrjónum.


þessari uppskrift að Tandoori-kjúklingur er bætt við af Sylvíu Rós þann 26.05.10.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Tandoori-kjúklingur
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Austrænn matur  >  Tandoori-kjúklingur