Svínalund með miðjarðarhafskryddiÁrstíð: Allt árið - Fyrir: 2 - Fitusnautt: Nei - Slög: 3556 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Svínalund með miðjarðarhafskryddi. 1 svínalund cirka 350 grömm Salt og pipar ½ matskeið olía 1-1 ½ desilítrar kryddjurtir, t.d rósmarín, dill, tímían, kerfill og salvía 2 matskeiðar dijonsinnep Kartöflur: 500 grömm litlar kartöflur ½ matskeið olía 3-6 sólþurrkaðir tómatar 10 svartar ólífur 30 grömm fetaostur Steinselja Aðferð fyrir Svínalund með miðjarðarhafskryddi: Sjóðið kartöflurnar. Hitið ofnið á 160 gráður. Snyrtið kjötið og þerrið. Kryddið með salti og pipar. Hitið olíu á pönnu, við háan hita. Brúnið kjötið á öllum hliðum, í cirka 1-2 mínútur í allt. Setjið kjötið í eldfast mót og inn í ofn, í cirka 15 mínútur. Saxið kryddjurtirnar smátt og setjið á disk. Takið kjötið úr ofninum og smyrjið með sinnepi. Veltið kjötinu uppúr kryddjurtunum og steikið áfram í cirka 10 mínútur. Skrælið kartöflurnar. Ristið þær, í olíu, á pönnu. Stráið salti og pipar yfir. Blandið sólþurrkuðum tómötum, ólífum, feta og steinselju saman. þessari uppskrift að Svínalund með miðjarðarhafskryddi er bætt við af Sylvíu Rós þann 10.09.08. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|