Sveskjuterta


Árstíð: Jól - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 4395

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Sveskjuterta.

Botn:
1 desilíter steinlausar sveskjur, fínt saxaðar
4 matskeiðar appelsínusafi (eða Grand Mariner líkjör)
225 grömm Síríus suðusúkkulaði (konsum)
115 grömm smjör
3 eggjarauður
1/2 desilítri hveiti
100 grömm pekanhnetur, gróft saxaðar
3 eggjahvítur

Krem:
225 grömm Síríus suðusúkkulaði (konsum)
115 grömm smjör
1 matskeið síróp
50 grömm pekanhnetur, brytjaðar

Aðferð fyrir Sveskjuterta:

Botn:
Látið sveskjurnar liggja í appelsínusafanum í hálftíma. Bræðið súkkulaðið og smjörið yfir vatnsbaði. Þeytið eggjarauðurnar og 1 desilítra af sykri saman. Hrærið súkkulaðiblönduna saman við og síðan hveitinu og hnetunum og loks sveskjunum og appelsínusafanum. Stífþeytið eggjahvíturnar og bætið 1 desilítri af sykri smám saman út í. Blandið eggjahvítunum varlega saman við deigið með sleif. Bakið í um það bil 22 cm smellluformi við 190 gráður í 45-60 mínútur, kakan fellur lítillega. Hvolfið kökunni á disk og ýtið létt á kökubarmana til að slétta yfirborð hennar.

Krem:
Bræðið súkkulaðið, smjörið og sírópið yfir vatnsbaði. Kælið lítið eitt. Setjið þunnt lag af kremi ofan á kökuna og á hliðar hennar. Kælið í 10 mínútur og setjið síðan afganginn af kreminu ofan á kökuna. Stráið brytjuðum pekanhnetunum á tertuna.

þessari uppskrift að Sveskjuterta er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 29.10.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Sveskjuterta
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Kökur  >  Sveskjuterta