Súkkulaðiköku uppskrift


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 8731

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í þessa uppskrift að súkkulaðiköku:

Botn:
2 egg
3 desilítrar sykur
100 grömm smjör, brætt
1,5 teskeiðar vanillusykur
Salt á hnífsoddi
4 matskeiðar gæðakakó
1,5 desilítrar hveiti

Krem:
100 grömm suðusúkkulaði
25 grömm smjör
5 matskeiðar síróp
3 desilítrar rjómi

Aðferð:

Ofninn er stilltur á 175 gráður. Lausbotna bökunarform sem er 24 sm í þvermál er klætt að innan með bökunarpappír. Egg og sykur er þeytt saman þar til blandan verður létt og ljós. Smjöri salti og vanillu er bætt saman við og síðan kakóinu og hveitinu. Ekki hræra of lengi. Deginu er hellt í formið og það bakað í 25-30 mínútur.

Súkkulaði, smjör og síróp er brætt saman við lágan hita (í vatnsbaði) svo úr verði nokkuð þykk súkkulaðisósa. Rjóminn er þeyttur til hálfs. Súkkulaðisósunni er gróflega blandað saman við rjómann. Ekki hræra of mikið því kremið á ekki að vera jafnt á litinn. Smurt yfir kælda kökuna.


Súkkulaðiköku uppskrift er bætt við af Sylvíu Rós þann 31.05.10.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Súkkulaðiköku uppskrift
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Kökur  >  Súkkulaðiköku uppskrift