Súkkulaðibitakökur með hnetumÁrstíð: Jól - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 4949 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Súkkulaðibitakökur með hnetum. 100 grömm smjör 1/2 bolli púðursykur 1/3 bolli sykur 1 egg 1 teskeið vanilludropar 1 bolli + 1 matskeið hveiti 1/2 teskeið salt 1/4 teskeið lyftiduft 1 bolli saxaðar hnetur (má sleppa) 1 1/2 bolli gróft saxað súkkulaði Aðferð fyrir Súkkulaðibitakökur með hnetum: Hitið ofninn í 190 gráður. Hrærið smjör og sykur þar til hræran verður létt og ljós. Bætið eggi og vanilludropum út í og hrærið vel saman við. Sigtið hveiti, salt og lyftiduft og hrærið saman við. Blandið að lokum hnetum og súkkulaði út í. Mótið litlar kúlur og raðið á plötu klædda bökunarpappír. Gætið þess að hafa þær ekki þétt saman. Bakið í u.þ.b. 10 mínútur. Látið kólna og geymið í vel lokuðu boxi á köldum stað. Þessar kökur geymast vel. þessari uppskrift að Súkkulaðibitakökur með hnetum er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 10.12.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|