Súkkulaði rúlluterta


Árstíð: Jól - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 4099

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Súkkulaði rúlluterta.

4 eggjahvítur
3 1/2 desilítrar sykur
1 1/2 teskeiðar kartöflumjöl
1 teskeið edikk
1 teskeið vanilludropar
50 grömm Síríus suðulúkkulaði (konsum)

Fylling:
50 grömm Síríus suðusúkkulaði (konsum)
2 1/2 desilítrar rjómi
1 matskeið romm eða koníak (má sleppa)


Aðferð fyrir Súkkulaði rúlluterta:

Tertan:
Þeytið eggjahvíturnar og bætið sykrinum saman við í smá skömmtum. Blandið kartöflumjöli , edikki, vanilludropum og brytjuðu súkkulaði varlega saman við. Klæðið botninn á rúllutertuformi með bökunarpappír og jafnið deiginu yfir. Bakið í miðjum ofni við 200 gráður í 10 mínútur. Botninn er tekinn úr forminu og látinn á pappír.

Fylling:
Súkkulaðið er brætt yfir vatnsbaði og kælt að stofuhita. Rjóminn er síðan þeyttur, súkkulaði, rommi/koníaki blandað saman við. Kakan er að lokum smurð með fyllingunni og henni rúllað upp. Skreytt með bræddu súkkulaði og rifsberjum eða öðrum ávöxtum og kæld í 1 klukkustund

þessari uppskrift að Súkkulaði rúlluterta er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 29.10.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Súkkulaði rúlluterta
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Kökur  >  Súkkulaði rúlluterta