Súkkulaði og chili trufflurÁrstíð: Allt árið - Fyrir: 0 - Fitusnautt: Nei - Slög: 3122 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Súkkulaði og chili trufflur. 275 grömm Síríus Konsum 70% súkkulaði 50 grömm smjör, skorið í bita 3 desilítrar rjómi 1 3/4 teskeið chili-duft 2 matskeiðar Kahlúa-líkjör (má sleppa) 2 matskeið Cadbury’s kakó Sykraðar chili-ræmur: 250 grömm sykur 3 desilítrar vatn 3 chili-aldin, fræhreinsuð og skorin í ræmur Aðferð fyrir Súkkulaði og chili trufflur: Hitið súkkulaði, smjör, rjóma og 1¾ tsk. chili-duft saman í potti við vægan hita. Hrærið í öðru hverju þar til blandan er orðin slétt og samfelld. Leyfið blöndunni að kólna þar til hún tekur að þykkna dálítið. Hrærið þá líkjörinn saman við. Þeytið blönduna með handþeytara og kælið hana svo í kæliskáp þar til hún er orðin stíf. Takið eina teskeið af kreminu og mótið í kúlu. Endurtakið þar til kremið er uppurið og raðið kúlunum á plötu sem hefur verið klædd með bökunarpappír. Kælið. Veltið trufflunum upp úr kakói. Kælið í minnst 2 klukkustundir. Skreytið með sykruðum chili-ræmum. Sykraðar chili-ræmur: Setjið sykur og vatn í pott. Hitið þar til sykurinn er orðinn uppleystur og látið blönduna þá sjóða í 1 mínútu. Bætið chili-ræmunum út í, lækkið hitann og látið malla í 25 mínútur. Fjarlægið pottinn af hellunni og látið chili-ræmurnar standa í sírópinu í 2 klukkustundir áður en þær eru veiddar upp úr og látnar kólna alveg á bökunarpappír. þessari uppskrift að Súkkulaði og chili trufflur er bætt við af Dísa Jóns þann 30.12.09. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|