Súkkulaði fondueÁrstíð: Allt árið - Fyrir: 3 - Fitusnautt: Nei - Slög: 6041 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Súkkulaði fondue. 1 desilítri rjómi 3 ræmur af appelsínuberki (gula lagið) 100 grömm Síríus rjómasúkkulaði, saxað 100 grömm Síríus Konsum Orange súkkulaði, saxað 1 matskeið Grand Marnier líkjör (má sleppa) Til að dýfa ofan í: Appelsínubitar, ferskur ananas, jarðarber, perur, kíví, mandarínur, fíkjur, kirsuber og annað sem hugurinn girnist. Aðferð fyrir Súkkulaði fondue: Hellið rjómanum í pott, bætið appelsínuberkinum út í og hitið að suðu. Takið pottinn strax af hellunni og leyfið rjómanum að bíða í 30 mínútur svo að hann drekki í sig bragðið af appelsínuberkinum. Takið appelsínubörkinn upp úr. Hitið rjómann aftur að suðu. Setjið saxað súkkulaðið í skál og hellið rjómanum yfir. Látið líða 30 sekúndur og hrærið svo í þar til súkkulaðið hefur bráðnað og blandan er slétt og samfelld. Hrærið Grand Marnier saman við, hellið í fondue-pott og berið fram strax. þessari uppskrift að Súkkulaði fondue er bætt við af Dísa Jóns þann 30.12.09. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|