Steinbítur í móti


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 8527

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Steinbítur í móti.

250 grömm steinbítur
2 vorlaukar
2 gulrætur
1 rauð paprikka
1 súputeningur + vatn
1 desilítri rjómi
4 sneiðar beikon
Smá klettasalat
Salt og pipar


Aðferð fyrir Steinbítur í móti:

Steikið beikonið og leggjið það til hliðar. Steikið fiskinn í beikonfitunni. Setjið hann svo í smurt eldfast mót og kryddið með pipar.
Skerið grænmetið í bita og ristið á pönnu. Setjið 1 desilítra af vatni blandað með súputening á pönnuna ásamt 1 desilítra rjóma. Smakkið til með salti og pipar. Hellið sósunni yfir fiskinn og bakið í ofni, í 20 mínútur, við 200 gráður. Skreytið með beikoni og klettasalati. Berið fram með soðnum kartöflum, pasta eða hrísgrjónum.


þessari uppskrift að Steinbítur í móti er bætt við af Sylvíu Rós þann 08.07.08.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 36 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Steinbítur í móti
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Fiskiuppskriftir  >  Steinbítur í móti