Steiktar rjúpur


Árstíð: Jól - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 15054

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Steiktar rjúpur.

4 rjúpur
75 grömm beikon
100 grömm smjör
5 desilítrar vatn
5 desilítrar mjólk
2 teskeiðar salt
3 desilítrar rjómi

Sósa:
2 matskeiðar hveiti og vatn, eða hveiti og smjör
Rifsberjahlaup
Gráðaostur
Mysingur
Þeyttur rjómi


Aðferð fyrir Steiktar rjúpur:

Hamflettið rjúpurnar og fjarlægið innyflin. Þvoið fuglana vel úr köldu vatni, þannig að allt blóð og óhreinindi hreinsist í burtu. Þerrið þá vel áður en þið steikið þá.
Stingið beikonbitunum í bringurnar, hér og þar. Brúnið rjúpurnar á pönnu og setjið þær í pott. Sjóðið upp á pönnunni með 1-2 desilítrum af vatni og hellið í pott ásamt vatni, mjólk og salti. Sjóðið í 1 - 1 1/2 klukkustund. Færið rjúpurnar upp úr og síið soðið. Jafnið það með hveiti, hristu upp í vatni eða bakið upp sósu úr hveiti, smjöri og soði. Bragðbætið með rifsberjahlaupi, gráðaosti og mysingi. Bætið rjómanum í. Losið bringurnar af beinunum og raðið þeim á fat. Sprautið þeyttum rjóma yfir og út í sósuna, rétt áður en þið berið hana fram. Berið rjúpurnar fram með sykurbrúnuðum kartöflum, soðnum eplum fylltum með rifsberjahlaupi og grænmeti.

þessari uppskrift að Steiktar rjúpur er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 20.12.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Steiktar rjúpur
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Villibráð  >  Steiktar rjúpur