Spagettí carbonaraÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 7405 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Spagettí carbonara. 200 gröm ferskt spagettí Salt 1 matskeið olía 100 gröm beikon 2 matskeiðar olívuolía 3 egg 6 matskeiðar mjólk Rifin múskathneta Salt og pipar 2 matskeiðar rifinn parmesanostur Aðferð fyrir Spagettí carbonara: Sjóðið spagettíið í söltu vatni með smá olíu í. Skerið beikonið í litla bita og ristið á pönnu, með 2 matskeiðum af olíu, við lágan hita. Þeytið eggin saman við mjólkina og kryddið með múskathnetu, salti og pipar. Sigtið allt vatnið frá spagettíinu og skellið því á pönnuna með beikoninu. Takið pönnuna af hellunni og hellið eggjablöndunni saman við spagettíið. Stráið parmesanosti yfir og berið fram. þessari uppskrift að Spagettí carbonara er bætt við af Sylvíu Rós þann 08.07.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|