Soðin hæna með piparrótarsósuÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Já - Slög: 3357 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Soðin hæna með piparrótarsósu. 1 hæna, eða hani 1800-2000 grömm 1 1/2-2 lítrar vatn Etv. 3-4 desilítrar hvítvín 2 gulrætur 1/4 sellerírót 1 púrrlauksblað, selleríblað og steinselja, bundið saman 1 laukur 1 1/2 matskeið salt 5 svört piparkorn Sósa: 30 grömm smjör 2 1/2 matskeið hveiti 4 desilítrar soð af hænunni 1 desilítri rjómi 3-4 matskeiðar rifin piparrót Salt og pipar Sykur Aðferð fyrir Soðin hæna með piparrótarsósu: Skellið hænunni í pott og hellið vatni og etv. víni í. Látið þetta sjóða. Hreinsið grænmetið og skerið það í hæfilega bita. Skellið grænmetinu, salti og pipar í pottinn. Látið þetta sjóða í cirka 3 tíma ef þetta er hæna og 1 1/4 tíma ef þetta er hani. Sigtið súpuna í gegnum viskustykki og fjarlægið alla fitu. Skerið hænsnið í bita. Bræðið smjörið í potti, hrærið hveitið útí. Bætið soðinu við. Látið þetta malla í cirka 5 mínútur. Hrærið rjómanum útí. Smakkið til með piparrót, salti, pipar og sykur. Berið hænuna fram með sósunni. Hægt er að frysta afganginn af soðinu og nota í alls kyns sósur. þessari uppskrift að Soðin hæna með piparrótarsósu er bætt við af Sylvíu Rós þann 25.03.08. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|