Sherrý freistingÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 2471 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Sherrý freisting. 5 egg 2 desilítrar sykur 200 gröm fíntmalaðar möndlur 100 gröm saxað súkkulaði 5 matskeiðar hveiti 2 teskeiðar lyftiduft 1 teskeið vanilla. Súkkulaðikrem: 1 eggjarauða 1 matskeið vanillusykur 100 gröm flórsykur 1/4 liter rjómi Skreyting: 2-300 gröm ný jarðaber hreinsuð og sneidd. 2 matskeiðar sherrý 2 matskeiðar vatn 1/4 líter rjómi Aðferð fyrir Sherrý freisting: Stífþeytið egg og sykur. Blandið súkkulaði, möndlum og lyftidufti saman við hveitið og því síðan saman við eggjahræruna ásamt vanillu. Bakið í smurðu, stóru, lausbotna móti(28-30 cm í þvermál) við 170 gráður í 30-40 mínútur. Kakan á að vera frekar blaut. Súkkulaðikremið: Þeytið rjómann. Þeytið vel eggjarauðu og sykur. Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði og hrærið þvi vel saman við. Blandið að síðustu rjómanum út í og kælið. Blandið saman sherrýi og vatni og vætið kökubotninn með því. Dreifið jarðaberjunum yfir og síðan súkkulaðikreminu. Létt þeytið rjómann og setjið yfir. Skreytið með jarðaberjum eða súkkulaði. Látið kökuna bíða í um það bil hálfan sólahring. þessari uppskrift að Sherrý freisting er bætt við af Elinborg Baldvinsdóttir þann 12.08.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|