Serrano kjúklingur


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 6394

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Serrano kjúklingur.

8 hálfúrbeinuð kjúklingalæri án skinns
Pipar
1 askja (250 grömm) mascarpone ostur
1 matskeið ólífuolía
1 bolli fersk íslensk basilíka
2 rauð papirka
8 sneiðar serrano skinka
2 desilítrar hvítvín (eða 2 desilítrar grænmetissoð)

Aðferð fyrir Serrano kjúklingur:

Látið ostinn standa við stofuhita í eina klukkustund áður en hann er notaður. Þerrið kjúklingalærin og stráið pipar yfir. Saxið basilíkuna smátt og skerið paprikuna smátt. Hrærið olíu saman við ostinn, bætið basilíku og papriku saman við og hrærið vel. Penslið eldfast mót með olíu. Setjið sneisfulla teskeið af fyllingu á hvert læri. Vefjið skinkunni utan um lærin og raðið þeim í eldfast mót. Látið samskeitin snúa niður. Steikið í ofni, við 180 gráður í 20 mínútur. Hellið hvítvíninu í mótið. Bakið áfram þar til kjúklingurinn er tilbúin og skinkan er glansandi. Gott er að ausa vökva yfir lærin öðru hvoru.


þessari uppskrift að Serrano kjúklingur er bætt við af Sylvíu Rós þann 30.05.10.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Serrano kjúklingur
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Kjúklingauppskriftir  >  Serrano kjúklingur