Rauðspretta með gráðaosti


Árstíð: Allt árið - Fyrir: 2 - Fitusnautt: Nei - Slög: 3966

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Rauðspretta með gráðaosti.

4 rauðsprettuflök (má vera smálúða)
Hveiti
Salt og pipar
Smjör
Smjörlíki
Rjómi
Fiskikrydd
Gráðostur

Aðferð fyrir Rauðspretta með gráðaosti:

Flökunum er velt uppúr hveiti sem búið er að salta og pipra. Blandið saman smjöri og smjörlíki á mjög heita pönnu og steikið í cirka 2 mínútur á hvorri hlið, eða þar til flökin eru orðin gullinbrún að lit. Því næst eru tvö flök sett saman með gráðaost á milli. Steikt áfram og snúið við öðru hverju, þar til osturinn er bráðnaður. Takið flökin af pönnunni og setjið á diska. Rjómi settur á pönnuna, kryddið með fiskikryddi frá Knorr, setjið gráðost útí rjóman. Látið sósuna sjóða þar til hún er farin að þykkna. Berið fram með brauði og góðu salati.

þessari uppskrift að Rauðspretta með gráðaosti er bætt við af Elinborg Baldvinsdóttir þann 26.08.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 36 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Rauðspretta með gráðaosti
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Fiskiuppskriftir  >  Rauðspretta með gráðaosti