Pottréttur með kálfakjöti![]() Árstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Nei - Slög: 6219 ![]() ![]() ![]() ![]() Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Pottréttur með kálfakjöti. 600 grömm kálfakjöt 3 matskeiðar smjör 1 laukur 1 gulrót 100 grömm sellerí ½ púrrlaukur 2 matskeiðar ferskt hakkað basilíkum (eða 1 teskeið þurrkað) Salt Pipar 4 desilítara vatn 1 kjötkraftsteningur 2 matskeiðar hveitir 1 desilíter sýrður rjómi Smá sítrónusafi ![]() Aðferð fyrir Pottréttur með kálfakjöti: Skerið kálfakjötið í teninga. Skerið laukinn smátt og skerið gulrótina og selleríið í teninga. Skolið púrrlaukinn og skerið hann líka smátt. Bræðið 1/3 af smjörinu í potti og brúnið kálfakjötið. Steikið laukinn með í nokkrar mínútur. Kryddið með salti og pipar. Hellið helmingnum af vatninu útí og skellið kjötkraftinum með. Látið þetta malla í cirka 15 mínútur (það á að vera lok á pottinum á meðan) Bætið því næst gulrótinni, púrrlauk, sellerí, basilikum og afganginum af vatninu útí. Látið þetta malla í korter. Hrærið hveitinu og afganginum af smjörinum saman. Setjið hræringinn í pottinn ásamt sýrðum rjóma. Látið þetta sjóða í 5 mínútur og smakkið til með sítrónusafa, salti og pipar. þessari uppskrift að Pottréttur með kálfakjöti er bætt við af Sylvíu Rós þann 24.10.07. ![]() Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
![]()
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 38 áskrifendur.
|