Pönnukökur með karrýfyllingu


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 2637

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Pönnukökur með karrýfyllingu.

2 desilítrar hveiti
1 teskeið matarsódi
1/2 teskeið salt
1 matskeið sykur
2 desilítrar mjólk
2 egg
1 dós (180 grömm) sýrður rjómi 10%
50 grömm smjör

Fylling:
1/2 bolli hrísgrjón
1 stór laukur
1 matskeið smjör
1 teskeið karrý
1 teskeið Season all
1 teskeið grænmetiskraftur
1/4 líter kaffirjómi
1 desilíter vatn
1 1/2 banani

Aðferð fyrir Pönnukökur með karrýfyllingu:

Blandið þurrefnunum saman í skál. Bætið mjólk, sýrðum rjóma og eggjum út í. Bræðið smjörið og hrærið það vel saman við. Bakið 10-12 frekar þykkar pönnukökur og breiðið úr þeim á bökunarpappír á meðan þær kólna.

Sjóðið hrísgrjónin eftir leiðbeiningunum á umbúunum. Saxið laukinn og látið krauma í smjöri. Stráið karrýi og Season all yfir. Hellið rjóma og vatni yfir og bætið grænmetiskrafti út í. Látið sjóða við lítinn hita i 5-8 mínútur. Skerið banana í þykkar sneiðar og bætið út í sósuna ásamt hrísgrjónunum. Setið fyllinguna inn í hverja pönnukoku og brjótið hana saman. Leggið í mót með álpappír yfir og hitið í ofni. Góður smáréttur með ölglasi eða ávaxtasafa.

þessari uppskrift að Pönnukökur með karrýfyllingu er bætt við af Elinborg Baldvinsdóttir þann 25.08.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Pönnukökur með karrýfyllingu
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Kökur  >  Pönnukökur með karrýfyllingu