Pönnukökur með fyllinguÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 6774 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Pönnukökur með fyllingu. 5 desilítrar hveiti 1 teskeið lyftiduft 1/2 teskeið matarsódi 1/2 teskeið salt 7 desilítrar mjólk 50 grömm smjör, brætt 2 egg 1/8 teskeiðar steittar kardimommur Fylling: 250 grömm kotasæla 1 desilítri rúsinur 1/2 desilítri saxaðar möndlur Sósa 1 desilítri hunang 1 1/2 desilítrar kakó 2-2 1/2 desilítri kaffirjómi Aðferð fyrir Pönnukökur með fyllingu: Deig: Blandið þurrefnunum í skál og hrærið mjólk og egg saman við. Setjið brætt og kælt smjörið að síðustu saman við. Bakið þunnar pönnukökur. Fylling: Blandið saman kotasælu rúsínum og möndlum. Jafnið hrærunni á pönnukökurnar og rúllið þeim upp. Raðið á disk. Setjið öll sósuefnin í pott og látið krauma í nokkrar mínútur. Ef sósan verður of þykk má þynna hana með rjóma. Berið pönnukökurnar fram með heitri sósunni eða hellið henni yfir þær. þessari uppskrift að Pönnukökur með fyllingu er bætt við af Sylvíu Rós þann 14.07.10. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|