PönnubakaÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 3056 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Pönnubaka. 4 perur skornar í bita 3 matskeiðar smjör 50 grömm valhnetur 3 matskeiðar hunang 1 teskeið kanill 2 blöð af frosnu smjördeigi Hært egg til að pensla með Aðferð fyrir Pönnubaka: Látið smjördeigsblöðin þiðna í um 20 mínútur og fletjið þau út svo hvort blað verði nægilega stórt til að þekja rúmlega helming að yfirborði pönnu. Setjið deigið til hliðar. Hitið pönnu og setjið sykurinn á hana, þegar sykurinn tekur að bráðna er smjörinu blandað saman við. Hrærið í og látið malla þar til gullin og ilmandi karamella er orðin til á pönnunni. Setjið perubátana og valhnetubitana út í og veltið þeim saman við. Látið malla á lágum hita nokkra stund. Takið pönnuna af hitanum. Hrærið kanil saman við hunangið og helltið því svo jafnt yfir perublönduna. Leggið smjördeigblöðin yfir perufyllinguna í pönnunni og ýtið jöðrum deigsins niður með hliðunum allan hringinn. Deigið mynda botn bökunnar. Stingið pönnunni inn í 200 gráðu heitan ofn og bakið í 35 mínútur. Setjið álpappír yfir ef botninn tekur að dökkna um of. Takið pönnuna út úr ofninum og látið hana standa í 5 mínútur áður en kökudiski er hvolft yfir. Síðan er öllu snúið við og pönnunni lyft varlega upp þannig að bakan sitji eftir á diskinum, falleg og freistandi. Borðið bökuna volga með vanilluís eða þeyttum rjóma. þessari uppskrift að Pönnubaka er bætt við af Sylvíu Rós þann 22.06.10. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|