PlokkfiskurÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 14787 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Plokkfiskur. 500 gröm fisk Jafningur: 1 stór laukur saxaður 50 gröm smjör eða olía 1/2 desilíter hveiti 4 desilítrar undanrenna eða fiskisoð 1/2 teskeiðar salt Smá pipar 1 matskeið sinnep Aðferð fyrir Plokkfiskur: Sjóðið vatn og setjið salt og svart piparmix út í þegar suðan kemur upp. Því næst er fiskurinn settur í vatnið, lokið sett yfir og potturinn tekin af hellunni. Setjið smjör og lauk í pott og látið malla í smá stund, salt, pipar og sinnep hrært út í. Hveiti sett saman við og þynnt með undanrennu, eða fiskisoði. Fiskurinn tekin úr soðinu og settur í eldfast mót, jafningi helt yfir, blandað lauslega saman. Rifnum osti strá yfir. Bakað í ofni þar til osturinn er gulbrúnn. Borið fram með nýjum kartöflum, hrásalati og rúgbrauði. þessari uppskrift að Plokkfiskur er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 10.08.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|