Plokkfiskur uppskrift að plokkfiski


Árstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Nei - Slög: 24778

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í þessa uppskrift að plokkfiski:

500 grömm fiskur (ýsa eða þorskur, roð og beinlaus)
400 grömm kartöflur
100 grömm smjör
1 laukur, saxaður
1 teskeið karrý
Salt og pipar
½ lítri mjólk
Þykkingarefni



Aðferð:

Sjóðið kartöflurnar. Sjóðið fiskinn í léttsöltu vatni. Saxið laukinn. Hellið fisknum í sigti þegar hann er alveg soðinn og geymið. Setjið helminginn af smjörinu í pottinn og bætið lauknum í, kryddið með karrý. Látið karrýið sjóða í smjörinu í cirka 5 mínútur. Hellið mjólkinni út í og þegar hún fer að sjóða, bætið þá þykkingarefni í þar til þetta verður hæfilega þykkt. Setjið fiskinn út í og hrærið öllu saman. Bragðbætið með salti og pipar og setjið restina af smjörinu út í.
Skrælið kartöflunar og skerið þær í bita. Blandið kartöflunum í og hellið þessu öllu í eldfast mót. Stráið rifnum osti yfir og setjið undir grill í ofninum, þangað til osturinn er farinn að brúnast.

Plokkfiskur uppskrift að plokkfiski er bætt við af Sylvíu Rós þann 30.05.10.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Plokkfiskur uppskrift að plokkfiski
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Fiskiuppskriftir  >  Plokkfiskur uppskrift að plokkfiski