Pizza með laxÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Já - Slög: 3779 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Pizza með lax. Botn: 2 1/2 desilítri volgt vatn 2 1/2 teskeið ger 1 teskeið salt 1 matskeið olífuolía 5 desilítrar hveiti Ofan á pizzuna: Mild tómatpúrra 200 grömm reyktur lax í sneiðum 200 grömm rækjur 1/2 fínsaxaður laukur 1 paprika í sneiðum Rifinn ostur Aðferð fyrir Pizza með lax: Vatni og olíu blandað saman í pott, gernum og saltinu hrært út í. Hveitinu bætt út í og allt hrist saman. Potturinn er látinn standa í heitu vatni og degið er látið hefast í cirka 1/2 klukkustund. Degið flatt út og tómatpúrru smurt yfir botninn og smá osti stráð yfir. Laxinn, rækjur, laukur og paprika sett á og að lokum er afgangnum af ostinum stráð yfir. Bakið við 250 gráður í cirka 15 mínútur, eða þar til osturinn hefur fengið gulbrúnan lit. þessari uppskrift að Pizza með lax er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 09.03.08. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|