PiparmyntukexÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 2616 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Piparmyntukex. 65 grömm smjör 55 grömm sykur 2 matskeiðar mjólk 100 grömm hveiti ½ teskeið lyftiduft 2 matskeiðar Cadbury’s kakó Pipp-krem: 1 eggjahvíta Grænn matarlitur 215 grömm flórsykur 40 grömm (1 stykki) Pipp-súkkulaði, smátt saxað Aðferð fyrir Piparmyntukex: Hrærið smjör og sykur saman í skál þar til blandan er orðin ljós og kremkennd. Bætið mjólkinni saman við. Sigtið hveiti, lyftiduft og kakó saman og blandið því varlega saman við þar til blandan er orðin að mjúku deigi. Hellið deiginu á hveitistráðan borðflöt og hnoðið það betur saman. Skiptið deiginu í tvennt. Fletjið hvorn helming út á milli tveggja arka af bökunarpappír þar til deigið er um 5 mm þykkt. Færið deigið yfir á bökunaplötu og kælið í ísskáp í 15 mínútur eða þar til það er stíft viðkomu. Hitið ofninn í 180°C. Skerið út kringlóttar kökur (um 4 cm í þvermál) og færið þær yfir á plötu sem hefur verið klædd með bökunarpappír. Bakið kökurnar í 10 mínútur og leyfið þeim að kólna. Pipp kremkex: Setjið eggjahvítuna í hreina skál ásamt grænum matarlit. Þeytið vel. Setjið flórsykurinn út í smátt og smátt, um 2 matskeiðar í senn, og þeytið vel á milli. Bætið við meiri flórsykri ef þarf, þar til úr verður mjúkt krem. Blandið súkkulaðinu saman við. Setjið kremið í sprautupoka með stórum stút, sprautið því á helminginn af kökunum og leggið kökurnar saman. þessari uppskrift að Piparmyntukex er bætt við af Dísa Jóns þann 30.12.09. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|