Pastasalat með dressingu


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Já - Slög: 4441

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Pastasalat með dressingu.

150 grömm pastaslaufur
250 grömm grænt salat eftir eigin vali
250 grömm krabbakjöt eða stórar rækjur

Dressing:
1 desilítri sýrður rjómi 10% eða 2 desilítrar AB mjólk
1 desilítri rjómi
2 hvítlauksrif
3 stilkar dill
1/2 búnt steinselja
4 matskeiðar parmesanostur, rifinn
1/4 teskeið salt



Aðferð fyrir Pastasalat með dressingu:

Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum á umbúðunum. Þvoið salat og rífið frekar gróft. Brytjið krabbakjötið / rækjurnar smátt.

Dressing:
Blandið sýrðum rjóma og rjóma saman. Saxið steinselju og dill og blandið út í ásamt pressuðum hvítlauk og parmesanosti. Smakkið til með salti.
Leggið í lögum í skál; salat, pasta, krabbakjöt / rækjur, hellið dressingu á milli lagana. Endið með sósu og krabakjöts / rækjubitum. Kælið í 20-30 mínútur og skreytið með dilli.

þessari uppskrift að Pastasalat með dressingu er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 27.12.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 36 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Pastasalat með dressingu
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Pastauppskriftir  >  Pastasalat með dressingu