Pasta með grænmetiÁrstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Nei - Slög: 3372 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Pasta með grænmeti. 1 gulrót söxuð 1/2 laukur, saxaður 2 paprikkur, saxaðar 30 grömm smjör 200 grömm spagetti 250 grömm paprikkusmurostur 1 - 1 1/2 desilítri mjólk Aðferð fyrir Pasta með grænmeti: Setjið smjörið á pönnu og látið grænmetið krauma í því þar til það er meyrt. Sjóðið pastað. Setið ostinn á pönnuna og látið hann bráðna og hellið síðan mjólkinni út á. Setjið heitt pastað á disk og hellið grænmetissósunni yfir eða hrærið pastanu saman við sósuna og berið réttinn fram í skál eða á diski. þessari uppskrift að Pasta með grænmeti er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 30.12.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|