PaellaÁrstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Já - Slög: 9085 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Paella. 2 niðurskornir rauðlaukar 1 gul paprikka í bitum 2 hvítlauksgeirar pressaðir eða niðurskornir Salt og nýmalaður pipar Hálf flaska spænskt hvítvín 4 kúklingabringur skornar í teninga 16 kræklingar 100 gröm rækjur Hvítvín Lamalundir cirka 200 gröm 12 sneiðar reyktar svínalundir 2 desilítrar soðin hrísgrjón Karry Steinselja Aðferð fyrir Paella: Steikið laukinn og paprikkuna á stórri pönnu. Hellið smá hvítvíni á pönnuna. Steikið lambalundir, kjúkling, svínalundir og helminginn af kræklingunum, hrærið vel í blöndunni og bætið reglulega við hvítvíni, látið þetta svo malla í 10 mínútur. Bætið við afganginum af kræklingunum og hitið vel. Blandið hrísgrjónum og karry í, passið að þetta verið ekki of þurrt, munið að bæta reglulega við hvítvíni. Skreytið með steinselju. Meðlæti: Einfalt salat: iceberg með cítrónu og smá olíu. Borið fram með sýrðum rjóma. Sýrði rjóminn kann evt. vera blandaður góðri olívuolíu. Stráið evt. ristuðum sjólkjarna- eða graskersfræjum yfir salatið. Athugið að kræklingarnir eiga að opnast þegar þeir eru hitaðir. þessari uppskrift að Paella er bætt við af Sylvíu Rós þann 08.07.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|