Ofnbökuð kartöflumúsÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 4262 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Ofnbökuð kartöflumús. 1 hvítlaukur Smá pipar Smá salt 1 kíló kartöflur 100 grömm smurostur 2 matskeiðar smjör 1 desilítri rjómi 1 desilítri niðurskorinn púrrlaukur Vatn 200 grömm camenbert eða brie Steinselja eða tímian Aðferð fyrir Ofnbökuð kartöflumús: Skrælið kartöflurnar og skerið þær í bita. Sjóðið í léttsöltu vatni. Skerið utan af ostunum og skerið þá í bita. Brærið smjörið á pönnu og steikið hvítlauk og púrrlauk. Hellið vatninu frá kartöflunum og stappið þær vel og vandlega. Hellið hvítlaukum og púrrlauknum, salti, pipar, rjóma og ostunum í. Smyrjið eldfast mót og hellið þessu í það. Hitið í ofni við 225 gráður í 15 mínútur, skreytið með steinselju eða tímian. þessari uppskrift að Ofnbökuð kartöflumús er bætt við af Sylvíu Rós þann 27.02.08. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|