Ofnbakaður kjúklingur með fyllinguÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 6013 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Ofnbakaður kjúklingur með fyllingu. 1 pakki kjúklingabringur með 3-4 bringum 1 lítill krukka af grænu pestó (venjulegu) 1 pakki sveppir 1 pakki beikon 1/2 laukur Krydd: salt, pipar, vegeta (sérstakt grænmetiskrydd sem fæst í pólsku búðinni í breiðholti). Geggjað krydd sem má setja út á allt kjöt nema fisk. Meðlæti getur verið bakaðar kartöflur með gulrótum eða ferskt salat. Aðferð fyrir Ofnbakaður kjúklingur með fyllingu: Fyllingin: Hitið pönnuna á hæsta hita og setjið olíu á . Saxið hálfan laukinn niður eins smátt og hægt er. Kippið stönglunum af sveppunum og skerið sveppina niður. Skerið beikonið í litla bita. Steikið þetta allt saman á pönnunni, þangað til laukurinn er orðinn ljósbrúnn og mjúkur. Setjið pestóið út í ásamt salti, pipar og etv. vegeta kryddi. Kjúklingabringurnar: Á meðan fyllingin mallar á eldavélinni á að gera kjúklinginn tilbúin. Best er að vera með oddhvassan mjóan og langan hníf og skera smá vasa í bringurnar. Setjið fingurinn í og stækkið gatið aðeins, þangað til bringan er nánast hol að innan (passið að gata þær ekki). Þegar að fyllingin er búin að malla svo í um 3-5 mínútur með pestóinu má slökkva undir. Þegar hún er kólnuð má svo byrja að troða henni í kjúklinginn. Settu svo örlitla olíu aftur á pönnuna sem þú steiktir fyllinguna á og steiktu kjúklingabringurnar þar til þær verða ljósbrúnar. Á meðan þær eru að steikjast má huga að kartöflunum , flysja á kartöflurnar og gulræturnar. Þær eru settar í frekar stórt eldfast mót. Gott er að skera kartöflurnar í báta og ef gulræturnar eru stórar þá á að skera þær niður líka. Gott er að krydda þetta með "vegeta" kryddinu, þá kemur extra gott bragð. Setjið kjúklingabringurnar ofaná kartöflurnar þær bara ofaná kartöflurnar og gulræturnar . Svo skal loka mótinu (annaðhvort með þar til gerðu loki, eða með álpappír) og steikja í ofni við 150 gráður, þangað til að kartöflurnar eru steiktar í gegn og pínulitið dökkar í endana. Ath. mjög gott er að spreyja mótið með örlítið af pam spreyi, bara upp á að kartöflurnar brenni ekki við. Bætt við af Ínu þessari uppskrift að Ofnbakaður kjúklingur með fyllingu er bætt við af Sylvíu Rós þann 27.04.10. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|