Ostakaka-uppskrift að ostakökuÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 7684 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í þessa uppskrift af ostaköku: 250 grömm hafrakex 80 grömm smjör 400 grömm rjómaostur 200 grömm flórsykur 2 pelar rjómi 2 teskeiðar vanillusykur 200 grömm suðusúkkulaði 1 matskeið rjómi 1 dós 10% sýrður rjómi Etv. ber til skreytingar Aðferð: Bræðið smjörið og myljið hafrakexið út í. Látið það blotna vel. Setjið í botninn á smelluformi og setjið það svo í frystinn í smá stund. Þeytið saman rjómaost, vanillusykur og flórsykur. Þeytið rjóman sér. Blandið ostahrærunni og rjómanum saman. Smyrjið blöndunni á kexbotninn. Setjið þetta aftur í frystinn í smá stund. Bræðið súkkulaði, rjóma og sýrðan rjóma saman. Hellið því á kökuna og skreytið með berjum. Ostakaka-uppskrift að ostaköku er bætt við af Sylvíu Rós þann 30.05.10. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|