Nougat-rúllutertaÁrstíð: Jól - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 2777 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Nougat-rúlluterta. 3 egg 125 grömm sykur 50 grömm smjör, brætt 2 matskeiðar kartöflumjöl 1 matskeið hveiti 1 1/2 teskeið lyftiduft 75 grömm hnetukjarnar, fínt hakkaðir 1/2 desilítri kaffi, sterkt 150 grömm nougat 2 desilítri rjómi, þeyttur Flórsykur Aðferð fyrir Nougat-rúlluterta: Breiðið smjörpappír á ofnplötu. Brjótið upp á pappírinn á öllum hliðum þannig að hann myndi skúffu. Festið hornin (ef til vill með bréfaklemmum) svo skúffan haldi lögun. Smyrjið pappírinn vel. Þeytið egg og sykur þangað til blandan verður ljóst og létt. Bætið smjöri saman við smátt og smátt. Blandið þurrefnum og hnetukjörnum saman og blandið því varlega út í. Hellið deginu í skúffuna og bakið í miðjum ofni í um það bil 15 mínútur við 175 gráður. Hvolfið kökunni á sykurstráðan pappír, fjarlægið skúffuna, leggið rakan klút yfir og látið kólna. Hitið kaffi og nougat þar til nougatið bráðnar. Kælið. Blandið þeytta rjómanum varlega í. Smyrjið þessu yfir kökuna og rúllið henni upp langsum. Látið samskeytin snúa niður. Frystið kökuna. Áður en þið berið kökuna fram á hún að standa í kæli í eina klukkustund og þá á kremið enn að vera frosið. þessari uppskrift að Nougat-rúlluterta er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 20.12.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|