Nan brauð


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Já - Slög: 13581

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Nan brauð.

Hálfur pakki þurrger (5g)
2 desilítrar vatn
50 grömm sykur
1 desilítri mjólk
1 egg, vel hrært
2 teskeiðar salt
600 grömm hveiti
Um 50 grömm brætt smjör.


Aðferð fyrir Nan brauð:

Blandið saman sykri og vatni, hrærið gerinu saman við og látið hefast í 10 mínútur. Bætið síðan mjólkinni, hrærðu egginu og saltinu saman við blönduna. Blandið hveitinu saman við þar til degið er orðið mjúkt. Hnoðið degið í um 5 mínútur og látið það hefast í klukkutíma, undir klút. Hnoðið degið aftur og skiptið því í bolta. Leyfið því að hefast aftur í 30 mínútur undir klút. Fletjið kúlurnar úr og grillið þær í 2-3 mínútur á hvorri hlið. Penslið með smjöri og e.v.t. smá mörðum hvítlauk.

þessari uppskrift að Nan brauð er bætt við af Sylvíu Rós þann 01.06.10.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 36 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Nan brauð
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Brauðuppskriftir  >  Nan brauð