Mango chutney kjúklingurÁrstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Nei - Slög: 18511 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Mango chutney kjúklingur. 4 kjúklingabringur 1 krukka mango chutney 1/2 matskeið tandoori krydd 1/2 matskeið karrí 1 peli rjómi 2-3 bananar Salt og pipar Aðferð fyrir Mango chutney kjúklingur: Kjúklingabringurnar kryddaðar með salt og pipar og steiktar létt á pönnu. Hrærið tandoori kryddi, karrí og mango chutney saman við rjóman. Bringurnar skornar í hæfilega bita eftir steikinguna og settar í eldfast form (þær meiga líka vera heilar). Hellið rjómablöndunni yfir og hrærið í. Bananarnir skornir í sneiðar og settir útí. (má sleppa). Sett í ofn á 150 gráðu hita (blástur), í 20-30 mínútur. Þetta er borið fram með hrísgrjónum og brauði. þessari uppskrift að Mango chutney kjúklingur er bætt við af Bergþóra M Jóhannsdóttir þann 10.12.09. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|