Lúxus-pottrétturÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 19658 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Lúxus-pottréttur. 600 grömm lambakjöt, læri 1/2 gul paprikka 1/2 græn paprikka 1/2 rauð paprikka 1 laukur 15-20 sveppir Smjör til steikingar Salt Sipar 4 matskeiðar tómatkraftur 1-2 teskeiðar súpukraftur Mjólk og rjómi 100 grömm rjómaostur Aðferð fyrir Lúxus-pottréttur: Skerið kjötið í bita. Grófsaxið paprikkurnar og sneiðið lauk og sveppi. Létt brúnið kjötið í smjöri og látið það svo í pott. Látið grænmetið krauma í smjörinu þar til það er meyrt, setjið það svo saman við kjötið. Hellið mjólk og rjóma í pottinn þannig að fljóti vel yfir. Látið krauma í 10-20 mínútur. Saltið og piprið. Bætið tómat og súpukrafti saman við. Bætið rjómaostinum út í og látið hann bráðna. Bætið meiri rjóma í ef sósan verður of þykk. Best er að búa þennan rétt til daginn áður. Berið fram með smábrauði og hrísgrjónum. þessari uppskrift að Lúxus-pottréttur er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 31.12.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|