Ljúffengt lambalæri


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 4264

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Ljúffengt lambalæri.

Lambalæri
Hvítlaukssalt
Timian
Rósmarin
Rautt paprikuduft
BBQ sósa

Aðferð fyrir Ljúffengt lambalæri:

Skolið lærið vel. Stráið þurrkryddinu vandlega yfir allt lærið, leggið það á álpappír. Hellið cirka einum desilíter af BBQ sósunni yfir. Vefjið álpappírnum vandlega utanum lærið, helst í tveimur til þremur lögum, eftir því hversu þykkur pappírinn er. Passið að samskeytin standist ekki á. Látið liggja í kæliskáp í þrjá til fjóra sólahringa. Veltið lærinu tvisvar á sólahring svo kryddið jafnist vel. Hitið ofnin í 200 gráður. Látið lærið í ofnpott í ofninn og lækkið niður á 180 gráður. (Álpappírinn á að vera utanum þar til matreiðslu lýkur.) Látið malla í cirka tvær klukkustundir. Berið fram með grænmeti, sveppasósu og kartöflum. Þetta læri má líka setja á grillið.

þessari uppskrift að Ljúffengt lambalæri er bætt við af Elinborg Baldvinsdóttir þann 12.08.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 37 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Ljúffengt lambalæri
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Lambakjötsuppskriftir  >  Ljúffengt lambalæri