Lauksúpa


Árstíð: Allt árið - Fyrir: 4 - Fitusnautt: Nei - Slög: 6157

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Lauksúpa.

4 laukar
100 gröm gulrætur
150 gröm hvítkál
1 matskeið smjör
1 líter vatn
Salt og pipar
200 gröm smjördeig
1 egg
Sherrý
Kjötkraftur
Rjómi

Aðferð fyrir Lauksúpa:

Hreinsið og skerið grænmetið í mjóar ræmur. Látið laukinn krauma í smjörinu á pönnu um stund, (brúnið ekki). Bætið hvítkáli og gulrótum út í og látið krauma áfram. Hellið hálfum líter af vatni yfir og látið krauma þar til laukurinn og grænmetið er fara að linast. Setjið grænmetið í pott ásamt vatninu, kjötkrafti og sherrýi og sjóðið í 10-12 mínútur. Bætið rjómanum út í, kryddið með salti og pipar. Látið súpuna rjúka vel. Hellið súpunni í súpuskál. Fletjið smjördeigið út, þannig að það er stærra en opið á súpuskálinni. Penslið barmana á skálinni með eggi og leggið smjördeigið yfir, þrýstið saman á brúnunum. Penslið yfir smjördeigið. Bakið við 220 gráður í 10-15 mínútur, eða þar til smjördeigið er orðið hæfilega bakað og stökkt. Berið súpuna fram heita.

þessari uppskrift að Lauksúpa er bætt við af Elinborg Baldvinsdóttir þann 21.08.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 36 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Lauksúpa
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Franskar uppskriftir  >  Lauksúpa