Lambasteik


Árstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 5430

Senda með tölvupóstPrenta út

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Lambasteik.

1 lambalæri
1200 gröm kartöflur í sneiðum
Sítróna
Olía
Salt og pipar
Rasp
Rifin steinselja
Hvítlaukur
Tímían
2 desílítrar kjötkraftur
2-3 desilítrar tómatmauk
Evt. hvítvín



Aðferð fyrir Lambasteik:

Leggið kartöflurnar í smurt eldfast mót, kryddið með salti, pipar og tímían á milli laganna og hellið olíu yfir. Nuddið lamalærið með sítrónu, salti og pipar og smyrjið það með smjöri, raspi, steinselju, hvítlauk og jafnvel með rifnum sítrónubörk. Leggjið kjötið á kartöflurnar. Eldið í ofni í 15 míntur við 225 gráður. Lækkið svo niður á 160 gráður og látið þetta vera í ofninum í 45 mínútur. Hellið kjötkrafti yfir og látið þetta vera í ofninum í 30-45 mínútur í viðbót. Búið til sósu með smá kjötkrafti eða hvítvíni og 2-3 desilítrum af tómatmauki.

þessari uppskrift að Lambasteik er bætt við af Sylvíu Rós þann 10.07.07.

Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun
Uppskriftir vikunnar

Fáðu vikulegt fréttabréf:
Fréttabréf með uppskriftum vikunnar
Skrá Afskrá
Nú eru 36 áskrifendur.


Veftré | RSS | © HEPHEY 2002 - 2008

Lambasteik
Hér ert þú  :   Uppskriftir  >  Matur  >  Lambakjötsuppskriftir  >  Lambasteik