LambasalatÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Já - Slög: 4043 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Lambasalat. 500 grömm lambakjöt að eigin vali (gott er að nota án fitu) 1 stórt hvítlauksrif, saxað smátt eða sett í hvítlaukspressu 1/4 bolli balsamik edikk 1/3 bolli ólífuolía 1/3 bolli sólþurrkaðir tómatar (olíu hellt af og skornir smátt) 15 grömm smjör 250 grömm ferskur grænn aspas 1 rauð paprikka 150 grömm sveppir Grænt salat eftir smekk Aðferð fyrir Lambasalat: Steikið lambakjötið á pönnu, grillið eða eldið eins og ykkur finnst best. Eftir eldun er kjötið skorið í frekar þunnar sneiðar. Látið kjötið standa smá stund áður en það er skorið svo að safinn leki ekki allur úr því. Blandið saman edikki, olíu, hvítlauk og sólþurrkuðum tómötum og leggið kjötsneiðarnar í blönduna. Hitið smjörið á pönnu og steikið sveppi, paprikku og aspas, ekki of mikið, þetta á að vera aðeins stökkt. Hellið kjötinu ásamt vökvanum út á pönnuna og blandið saman. Setið gott grænt salat í stóra skál, klettasalat, spínat, salatblöð, og/eða kínakál. Það er sama hvaða salat er notað, veljið það sem ykkur finnst best. Blandið kjötinu ásamt safanum saman við og njótið. þessari uppskrift að Lambasalat er bætt við af Elinborgu Baldvinsdóttur þann 24.10.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 36 áskrifendur.
|