LambakóteletturÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 3312 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Lambakótelettur. 8 lambakótelettur 2 hvítlauksgeirar 500 gröm sveppir Smjör / smjörlíki 2 desilítrar rjómi 2 matskeiðar fersk steinselja Salt Hvítur pipar Aðferð fyrir Lambakótelettur: Snyrtið kjötið og merjið léttilega með höndunum. Smyrjið hvítlauknum á kóteletturnar, ef það á að vera mikið hvítlauksbragð er hægt að stinga hvílauknum í kjötið. Bræðið smjörið á pönnu og steikið kóteletturnar í cirka 3 mínútur á hverri hlið. Stráið salti og pipar yfir og haldið þeim heitum. Hreinsið sveppina og léttsteikið í smjöri, hellið smáveigis af sveppasafanum frá og bætið rjóma á pönnuna. Kryddið með salti, pipar og steinselju. Berið kóteletturnar fram með sveppum, (eða sveppina í sér skál). Einnig er gott að bera þetta fram ásamt kartöflum og salati. Lambakóteletturnar eru bestar þegar þær eru ekki steiktar í gegn, takið þær því af pönnunni þegar þær eru enn örlítið bleikar í miðjunni. þessari uppskrift að Lambakótelettur er bætt við af Sylvíu Rós þann 10.07.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|