Lambahryggur - Uppskrift af inbökuðum lambahryggÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 5899 Hráefni: Þú þarf eftirfarandi hráefni í þess uppskrift af innbökuðum lambahrygg: Innbakaður lambahryggur 1/2 lambahryggur (sagaður eftir endilöngu) Salt og pipar 30 grömm smjör, mjúkt 1/2 laukur, saxaður Fylling. 20 grömm smjör 1 1/2 matskeið ólífuolía 120 grömm sveppir 1 sneið skinka (u.þ.b. 25.grömm), söxuð 60 grömm valhnetur, saxaðar 400 grömm smjördeig Egg til penslunar Aðferð: Hitið ofninn í 190 gráður. Stráið salti og pipar á kjötið og penslið með mjúku smjörinu. Steikið kjötið í 20 mínútur eða lengur, eigi það að vera vel steikt. Kælið. Látið laukinn krauma í smjöri og olíu þar til hann er orðinn meyr. Bætið sveppunum út í og látið krauma við vægan hita í 15-20 mínútur, eða þar til blandan er þurr. Bætið við skinku og hnetum og látið krauma í 1 mínútu. Kælið. Hitið ofninn í 225°C. Fletjið smjördeigið útí ferkantaða köku. Þrýstið fyllingunni á hrygginn, bæði undir og ofan á. Pakkið hryggnum inn í deigið og látið samskeytin vera uppi við beinin. Penslið samskeytin með sundurslegnu eggi og þrýstið þeim vel saman. Skerið út laufblöð og annað skraut, penslið með eggi og leggið á deigið. Penslið svo yfir allt deigið með egginu. Setjið álþynnu á beinendana. Bakið í 30-40 mínútur. Lambahryggur - Uppskrift af inbökuðum lambahrygg er bætt við af Sylvíu Rós þann 13.07.10. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|