LambabógurÁrstíð: Allt árið - Fyrir: N/A - Fitusnautt: Nei - Slög: 14350 Hráefni: Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Lambabógur. 1 lambabógur Smjör eða smjörlíki Salt og pipar 5 maukuð einiber 2 hvítlauksgeirar Herbes de Provence eða: ½ teskeið tímían ¼ teskeið rósmarín ¼ teskeið salvía 750 gröm kartöflur 3 desilítrar rifinn ostur 1 ½ teskeiðar salt 1 teskeið mulið tímían 2 desilítar rjómi Aðferð fyrir Lambabógur: Skerið hvítlaukinn í ræmur og stingið í kjötið (skerið lítil göt í kjötið meðfram beininu). Blandið kryddinu og einiberjunum í mjúkt smjör og smyrjið á kjötið. Kryddið með salti og pipar. Eldið í ofni í cirka klukkutíma við 200 gráður, annað hvort í ofnpotti eða á grindinni (með skúffu undir). Skrælið kartölfurnar og skerið þær í sneiðar. Leggið þær í eldfast mót til skiptis með osti og kryddi. Hellið rjómanum yfir. Setjið í ofnin og eldið með kjötinu þangað til osturinn er gylltur og kartöflurnar eru mjúkar í gegn. Látið kjötið standa í cirka 10 mínútur áður en þetta er borið fram. þessari uppskrift að Lambabógur er bætt við af Sylvíu Rós þann 10.07.07. Sendu inn þínar uppskriftir og þú átt möguleika á að vinna glæsileg verðlaun |
Uppskriftir vikunnar
Fáðu vikulegt fréttabréf:
Nú eru 37 áskrifendur.
|